Aflahæstu togarnir árið 2025
það er af sem áður var, þegar það voru yfir 100 togarar á landinu
árið 2025 þá voru togararnir alls 25, reyndar 23, en þessir tveir auka eru Árni Friðriksson HF og Þórunn Þórðardóttir HF
sem eru togarar á vegum Hafró.
Rækja
þrír af þessum togurum voru á rækjuveiðum hluta af árinu, en reyndar þá var Jón Á Hofi ÁR einunigs á rækjuveiðum
árið 2025, og er aflinn 656 tonn samtala yfir rækju og fisk sem togarinn var með,
hinir voru Sóley Sigurjóns GK og Vestri BA sem voru líka á rækju,
Heildarafli
Heildarafli þessara 25 togara var alls 124 þúsund tonn,
og nokkuð merkilegt er að togarnir í sætum eitt til fimm
eru þeir sömu og voru í sætum eitt til fimm árið 2024.
Þið getið skoðað togaralistann frá árinu 2024 HÉRNA
Minni afli flestra
Heilt yfir þá voru flestir togaranna með minni afla árið 2025, en árið 2024.
Þórunn Sveinsdóttir VE var með 1040 tonna minni afla árið 2025 en árið 2024
Reyndar þá jók Vestri BA afla sinn um 450 tonn á milli ára
Jóhanna Gísladóttir GK jók afla sinn um rúmlega 210 tonn á milli ára.
Páll Pálsson ÍS var með 578 tonna minni afla árið 2025 miðað við 2024
9000 tonn
Einn togari landaði yfir níu þúsund tonna afla
og var það Kaldbakur EA og hann var einn af fáum togurum sem juku afla sinn á milli ára.
því að aflinn árið 2025 var 215 tonnum meiri árið 2025, en 2024

Kaldbakur EA mynd Gísli Reynisson
| Sæti | Sknr | Nafn | Afli | Ferðir | Meðalafli |
| 25 | 3045 | Þórunn Þórðardóttir HF 300 | 19.4 | 4 | 4.8 |
| 24 | 2350 | Árni Friðriksson HF 200 | 123.2 | 5 | 24.6 |
| 23 | 2731 | Birtingur NK 119 | 230.2 | 2 | 115.1 |
| 22 | 1645 | Jón á Hofi SI 42 | 655.8 | 25 | 26.2 |
| 21 | 2025 | Bylgja VE 75 | 1814.5 | 33 | 54.9 |
| 20 | 3030 | Vestri BA 63 | 2368.5 | 52 | 45.5 |
| 19 | 2262 | Sóley Sigurjóns GK 200 | 3241.2 | 40 | 81.1 |
| 18 | 2677 | Jóhanna Gísladóttir GK 357 | 4992.3 | 72 | 69.3 |
| 17 | 2732 | Skinney SF 20 | 5050.8 | 72 | 70.1 |
| 16 | 3018 | Sigurbjörg ÁR 67 | 5074.2 | 41 | 123.8 |
| 15 | 1661 | Gullver NS 12 | 5089.2 | 45 | 113.1 |
| 14 | 1833 | Málmey SK 1 | 5191.3 | 38 | 136.6 |
| 13 | 1277 | Ljósafell SU 70 | 5277.3 | 52 | 101.5 |
| 12 | 2401 | Þórunn Sveinsdóttir VE 401 | 5317.5 | 45 | 118.2 |
| 11 | 2919 | Sirrý ÍS 36 | 5745.1 | 61 | 94.2 |
| 10 | 2861 | Breki VE 61 | 5806.6 | 43 | 135.1 |
| 9 | 2893 | Drangey SK 2 | 6443.1 | 43 | 149.8 |
| 8 | 3027 | Hulda Björnsdóttir GK 11 | 6532.3 | 47 | 138.9 |
| 7 | 2890 | Akurey AK 10 | 6685.4 | 49 | 136.4 |
| 6 | 1868 | Helga María RE 1 | 6718.7 | 44 | 152.6 |
| 5 | 2904 | Páll Pálsson ÍS 102 | 7068.5 | 76 | 93.1 |
| 4 | 2895 | Viðey RE 50 | 8258.7 | 49 | 168.5 |
| 3 | 2894 | Björg EA 7 | 8660.5 | 49 | 176.7 |
| 2 | 2892 | Björgúlfur EA 312 | 8887.5 | 55 | 161.5 |
| 1 | 2891 | Kaldbakur EA 1 | 9147.9 | 55 | 166.3 |