Afli við Ísland árið 2022. rúm 1,4 milljón tonn.
Þá er árið 2022 endalega búið og allar aflatölur komnar í hús og rétt er þá að skoða hvernig árið 2022 gekk
Heildarveiði allra íslenskra fiskiskipa árið 2022 var samtals
1.428,829 tonn, eða 1. milljón, 429 þúsund tonn,
uppistaðan í þessum afla er veiðar uppsjávarskipanna eða 960 þúsund tonn
Þið getið lesið nánar um aflan hjá uppsjávarskipunum HÉRNA
Togararnir ( og er rækja og humar inn í þeirri tölu)
voru með 296 þúsund tonn
og bátarnir voru alls með 173 þúsund tonn.
Varðandi bátanna þá mun hérna á Aflafrettir næstu vikur verða fjallað nánar um afla hvers flokk fyrir sig, þeir eru nokkuð margir
og könnuninn sem þið tjáðuð ykkur um er hluti af því
Togarar
Heildarfjöldi togara var alls 68 talsins, og eru það þá bæði ísfiskstogarar, 29 metrar togarar frystitogarar, og þeir sem stunduðu rækju
Bátar
Fjöldi báta var alls 1030 talsins, og er þetta gríðarlega mikil fækkun, og má nefna að árið 1993 þá voru bátarnir um tæp 2000 sem voru á veiðum við Ísland
smá vegis af humri kom á land og var það að mestu rannsóknarveiðar, og komu á land um 3 tonn af óslitnum humri,
rækjuveiðar gengu vel, enn fá skip voru á veiðum og eitt af þeim skipum sem stunduðu rækjuveiðar, endaði síðan í brotajárni, og var það Klakkur ÍS
Rækjuveiði var mjög lítil eða um 2500 tonn.
Endalok
Árið 2022 varð endalok fyrir nokkur skip
t.d Erling KE.
Fönix ST
Klakkur ÍS
Þórir SF ( nýr togari enn var lagt um haustið 2022 vegna kvótaleysis, )
Stefnir ÍS var lagt í lok árs 2022 og hefur lokið þjónustu sinni fyrir HG á Ísafirði.
Klakkur ÍS og Fönix ST