Djúpa laugin, fyrsti róður Thomasar á Indriða Kristins BA
Oft er sagt að fólki sé hent í djúpu laugina þegar það tekur að sér verkefni
sem virðist vera erfitt eða óvinnanlegt, en á endanum þá klárar viðkomandi verkið.
Það má segja að þessi orð eigi vel við um Thomas Þór skipstjóra.
því að þegar að hrygningarstoppið hófst þá voru svo til allir minni línubátarnir fyrir sunnan og á Snæfellsnesi
orðnir stopp, en ekki þeir á Indriða Kristins BA.
Þeir skelltu sér í róður frá Sandgerði
en útaf því að stoppið var komið í gang þá þurfti hann að fara ansi langt út, því hann fór út fyrir 25 mílurnar beint út af Sandgerði.
og var þar innan um stærri togara á veiðum. Það var enginn blíða þarna úti á miðunum og veður var frekar vindasamt
þarna úti, og frekar þungt í sjóinn. þeir lögðu nú samt sem áður eina og hálfa lögn
og komu eftir langa og erfiða siglingu til Sandgerðis með 11,6 tonn.
Því má segja að Tomma skipstjóra hafi heldur betur verið hent í djúpu laugina að fara fyrsta róður sem skipstjóri
á Indriða Kristins BA, og fara út fyrir 25 mílurnar í frekar leiðinlegu veðri, enn Tommi sagði að báturinn væri
mjög góður , en væri fullkominn þremur metri lengri.
Þess má geta að myndasyrpan sem ég birti af Kletti ÍS sigla til Njarðvíkur er tekinn sama dag og á svo til sama tíma
og áhöfnin á Indriða Kristins BA var á leið til Sandgerðis, og þið getið séð myndirnar af Kletti ÍS





Myndir Gísli Reynisson, Neðsta myndin er tekin úr mikilli fjarlægð frá Sandgerðishöfn þar sem ég var