Grásleppuveiðar bannaðar.

Eins og lesendur Aflafretta hafa tekið eftir þá hefur grásleppuvertíðin árið 2020 verið feikilega góð og ein sú besta í mörg ár.


flestir bátanna byrjuðu á veiðum í mars og var þá fyrst leyft að veiða í 25 daga, enn var síðan leyft að veiða í 44 daga á bát.

veiðar hafa gengið mjög vel eins og hefur sést á grásleppulistanum sem síðast birtist á aflafrettir fyrir 8 dögum síðan


En kanski voru veiðarnar of góðar því  nú hefur Kristján Þór Júlíusson Sjávarútvegsráðherra undirritað reglugerð þess efnis að 

hrognkelsveiðar árið 2020 , eða grásleppuveiðar árið 2020 verði bannaðar frá og með aðfaranótt sunnudagsins 3.maí.árið 2020

og skal Fiskistofa fella úr leyfi öll útgefin leyfi til grásleppuveiða frá og með þeim tíma. 

 Reyndar þá munu grásleppubátar á svæði 2 í Breiðarfirðinum getað stundað þær veiðar í 15 daga en veiðar þar mega hefjast 20.maí.


núna er staðan þannig að margir bátar á Norður og Norðausturlandinu eru að verða búnir með sína 44 daga, enn aftur á móti t.d bátar frá Suðurnesjunum eru rétt svo 

búnir með um 10 daga af þessum 44.  svo þetta er gríðarleg  högg fyrir útgerðir bátanna.
Finni NS mynd Þorgeir Baldursson.