Grímur með nýja Án BA.
Núna er lokalistinn yfir bátanna að 13 BT í apríl 2023 kominn á Aflafrettir og það vekur athygli þar að nýr bátur
Án BA er í sæti númer 2,
Grímur Grétarsson á Patreksfirði er nýbúinn að kaupa þennan bát og kemur hann í staðinn fyrir 2 mun minni báta sem báðir
hétu Án. Einn hét Án BA og hinn hét Án II BA.
Án II BA var með minnstu grásleppubátunum sem réru árið 2022, enn fiskaði það vel að ég skrifaði frétt um bátinn
árið 2022, og það má lesa þá frétt HÉRNA: enn hún heitir Aflaskipið Án II BA.
Grímur hefur selt báða þessa litlu báta og fór Án II BA til Akranes og heitir þar Ormurinn Langi AK, og Án BA fór í Reykjavík
og heitir þar Maí RE 17.
Grímur keypti bát sem á sér nokkuð merkilega sögu. þetta er bátur með sknr 2006 og hefur þessi bátur róið að mestu frá Sandgerði
síðan hann var smíðaður árið 1989.
Hét lengi vel Skarfaklettur GK og síðan frá árinu 2001 hét báturinn Árdís GK.
Reyndar undir nafninu Árdís GK þá réri frá ekkert frá 2010, heldur stóð uppá landi í Garðinum.
Grímur sagði að margir hefðu verið búnir að reyna að kaupa bátinn enn gekk litið þangað til að Grímur náði að kaupa bátinn,
eins og grímur sagði " mér finnst þetta líka fallegur bátur",
og já það er nokkuð til í því. mjög fallegur bátur,
núna í apríl þá veiddi Án BA alls um 38 tonn og stærsti róðruinn um 4,5 tonn og náði Grímur að koma í land með allan þennan afla í einni löndun
sagði hann að á Án II BA hefði hann þurfti þrjár ferðir til þess að ná þessum sama afla, og auk þess að tína upp allan þaran
í Án II BA, enda var bátuirnn opinn.
ÞEss má geta að Grímur á líka bátinn Ósmann BA sem er nokkuð minni enn nýi báturinn.
Aflafrettir óska Grími til hamingju með nýju Án BA.
Án BA mynd Grímur Grétarsson
Maí RE áður Án BA