Hvað veiddi Beta GK mikið í AF róðrinum sínum?

Núna er ákkúrat ein vika síðan að áhöfnin á Betu GK teiknaði lógó eða merki Aflafretta í sjóinn með því að leggja línuna 


eins og AF í sjóinn utan við siglufjörð


Enn hvað veiddu þeir mikið á AF

Jú þessi frægi róður bátsins skilaði 4,7 tonnum og af því þá var ýsa 2,6 tonn og þorskur 1,9 tonn,

Beta GK er núna búinn að landa um 50 tonnum í okt og hafa róðrarnir verið mjög mismunandi hjá bátnum mest 8,7 tonn í einni löndun ef í þeim róðri var

ansi mikið af ýsu eða 5,7 tonn.

það  má geta þess að róðurinn eftir þennan fræga AF róður var  5,3 tonn og var ýsa af því 2,9 tonn,

nú er bara spurning hvenær þeir koma suður til veiðar og teikna AF í sjóinn þar utan við Sandgerði .


Beta GK mynd Gísli Reynisson 


Trakkið af Betu GK frá því fyrir viku síðan