Hvar er Harðbakur EA?


29 metra togarnir hafa fiskað ansi vel núna undanfarið, og árið 2021

þá mokveiddi togarinn Harðbakur EA  í mars árið 2021

og lesa má þá frétt hérna

árið 2022 þá má segja að það hafi verið frekar hljótt um Harðbak EA

Harðbakur EA landaði snemma í september árið 2022, enn síðan ekkert meira

svo það er eðlilegt að spurt sé,  Hvar er Harðbakur EA?.

Jú í desember árið 2022 þá var Harðbaki EA silgt til Noregs, nánar til Honnigsvog í Norður Noregi.

og í desember 2022 þá landaði Harðbakur EA 42 tonnum í 3 róðrum.

síðan gerðist nú lítið þangað til núna enda Febrúar og núna í mars.  því núna er Harðbakur EA búinn að landa 203 tonnum í 3 löndum ,

Harðbakur EA er að veiða kvóta sem að Samherji á Noregi, og er aflinn af Harðbaki EA fluttur meðal annars til ÍSlands til vinnslu sem og á markaði í Evrópu.

Harðbakur EA er reyndar ekki einn þarna, því að Björgvin EA er líka kominn þangað og hefur landað 275 tonn um í 2 löndunum,

alls er kvótinn sem Samherji á, alls um 860 tonn sem er hýstur á Björgvini EA, enn síðan er millifært yfir á Harðbak EA.


Harðbakur EA mynd Hólmgeir Austfjörð