Ilivileq með verðmætasta afla sem hefur komið til Íslands


Hérna á Aflafrettir þá voru birtar tölur yfir frystitogaranna árið 2022



Þeir eru ekki margir frystitogararnir sem eru að veiða héðan frá Íslandi, voru einungis 12 árið 2022

en í raun þá voru þeir 13, því að grænlenski togarinn Ilivileq sem er nýr togari 

Togarinn landaði öllum afla sínum á Íslandi árið 2022, og var samtals með um 11360 tonn árið 2022, reyndar var skipið með 

um 2000 tonn af makríl og síld, þetta er þá afli sem skipið landar á Íslandi,  skipið landaði síðan í grænlandi.

Togarinn kom til Reykjavíkur núna snemma í febrúar eftir heldur betur glæilegan túr, en togarinn var við veiðar í grænlensku lögsögunni.

túrinn var alls um 30 daga langur, og kom skipið má segja með fullfermi eða

alls 2178 tonn í land uppúr sjó. og í þessari tölu eru lýsi og fiskimjöl, en um borð er fiskimjölsverksmiðja og engu hent.

af þessum 2178 tonnum þá voru 2076 tonn af þorski og 75 tonn af karfa

þessi rosalegi afli gerir um 73 tonn á dag

og aflaverðmæti  eitt það allra mesta sem að frystitogari hefur landað hérna á landi eða um 1 milljarður

þetta gerir 459 krónur á kílóið sem er gríðarlega gott meðalverð

skipstjórinn í þessum túr var Guðmundur Kristján Guðmundsson, en á móti honum er hinn skipstjóri skipsins Páll Þórir Rúnarsson


Ilivileq Mynd Armon