Kvótinn á Huldu Björnsdóttir GK, --Stafnes KE
Þá er Hulda Björnsdóttir GK kominn
og þið getið lesið um skipið hérna og séð myndir
Hvaðan kemur kvótinn sem á skipinu er.
Jú hann kom allur koma frá Sturlu GK
og ef við rekjum okkur aðeins aftur í tímann þá kemur ansi margt athyglisvert í ljós.
Kvótinn sem er á Sturlu GK, kom frá Línubátnum Sturlu GK, sem lengi hét Guðmundur RE og VE
Línubátnum Sturlu GK var lagt árið 2020.
Þorbjörn ehf átti annan línubát sem hét Tómas Þorvaldsson GK og honum var lagt árið 2018, kvótinn sem var á Tómasi Þorvaldssyni GK
fór allur yfir á línubátinn STurlu GK.
Tómas Þorvaldsson GK sem var línubáturinn var lengi Háberg GK frá Grindavík og var þá að mestu á loðnu
Ef við förum lengra aftur í tímann þá förum við aftur til ársins 2006, en þá gerði fyrirtækið úr frystitogarann Hrafn GK.
Hrafn GK var áður Sléttanes ÍS.
Síðan koma bátar sem voru allir keyptir og kvótinn tekinn af þeim og færð yfir á Hrafn GK, og þetta voru allt bátar sem
áttu sér langa sögu í Grindavík.
til dæmis Hafberg GK, Geirfugl GK, og Gaukur GK .
Árið 2000 þá sameinuðust Valdimar hf í Vogum og Þorbjörn hf
og með með Valdimar hf komu þrjú skip.
Togarinn Þuríður Halldórsdóttir GK sem Þorbjörn hf gerði út til 2007, og þessi togari heitir Jón á Hofi SI.
Síðan var það báturinn Ágúst Guðmundsson GK, en saga þessa báts endaði árið 2003.
Línubáturinn Valdimar GK var líka, og Þorbjörn ehf gerði línubátinn út alveg fram í júní núna á þessu árið 2024.
Semsé kvótinn sem er á Huldu Björnsdóttir GK kemur frá mjög þekktum bátum,
Stafnes KE
en þó má segja að allra þekktasti báturinn sem kvótinn af Huldu kemur frá var frá
þeim mikla aflakóngi Oddi Sæmundssyni.
Oddur gerði út og var skipstjóri á þeim mikla aflabáti Stafnesi KE, og undir hans stjórn og áhöfn hans þá var báturinn ár eftir ár
aflahæsti bátur landsins yfir árið og sá netabátur sem lang mest veiddi af ufsa.
árið 2004 þá var allir kvótinn sem var á Stafnesi KE færður yfir á Tómas Þorvaldsson GK skömmu seinna þá lauk útgerðarsögu
hjá þessum fengsæla báti Stafnesi KE.
Stafnes KE mynd Sveinn Ingi Þórarinsson