Lítum aðeins á Rauðanúp ÞH árið 1990

Jæja þá er maður kominn á fulltí að mynda aflaskýrslur frá árinu 1990.  og ég sagði í inngangi í þessu verkefni 



að ég myndi koma með svona af og til aflatölur eða gullmola eins og ég kallaði þá

Það fyrsta sem ég mun aðeins líta á er Raufarhöfn.  og skoða togarann Rauðanúp ÞH sem var gerður út frá Raufarhöfn

Hann átti nokkuð got ár árið 1990 og var iðulega að landa þrisvar í hverjum mánuði.

aflinn var mjög svipaður hjá honum per mánuð eða þetta 300 til 450 tonn á mánuði,

lítum aðeins á júni mánuð árið 1990.

Þá landaði Rauðinúpur ÞH alls 404,5 tonnum í 3 túrum eða 134 tonn í löndun,

Fyrsta löndun var 111,9 tonn.

Sú næsta var 142,1 tonn 

og sú síðasta 150,1 tonn.

Rauðinúpur ÞH Mynd Jónas