Margrét EA síldarsölur,2019
Það hefur verið greint frá því hérna á Aflafrettir.is um að Margrét EA hefur farið tvær ferðir með síld til Noregs
og selt þar.
Í báðum þessum fréttum þá var greint frá síldarverðinu sem var gefið út í noregi, enn það verð sem fréttin studdist við
var verð uppá um 54 krónur íslenskar sem er lágmarksverð fyrir stærstu síldins og gilti það frá 1.sept.2019,
Aflafrettir fóru aðeins og könnuðu málið betur og kom þá ljós
að Margrét EA fékk mun hærra verð en það fyrir síldina,
Því að Margrét EA fékk um 82 krónur fyrir kílóið af síldinni
Þetta þýðir að aflaverðvermætið var ansi gott
í fyrri ferðinni landaði Margrét EA 1455 tonnum af síld og í seinni ferðinni þá landaði Margrét EA 1319 tonnum,
alls er þetta því aflaverðmæti uppá 227 milljónir króna,
Til samanburðar að þá er verið að borga um 36 krónur fyrir síld sem fer til vinnslu enn aðeins minna eða um 35 krónur fyrir síld í bræðslu
Þetta þýðir að aflaverðmætið hjá Margréti EA hefði verið tæpar 100 milljónir króna hefði skipið landað þessum afla á íslandi,
þetta er gríðarlega mikill munur,
eða um 127% hærri síldarverð í Noregi enn á íslandi,
enginn furða að útgerð Margrétar EA silglir með síldina,
Margrét EA mynd Guðmundur Rafn Guðmundsson