Metár hjá Sigga Bjarna GK, ENN!!,2020

Núna er lokalistinn kominn fyrir dragnótabátanna árið 2019.




tveir bátar fóru yfir 1800 tonn og það sem vekur kanski hvað mesta athygli er góður árangur hjá Sigga Bjarna GK,

Aflinn hjá Sigga Bjarna GK var einn sá allra mesti sem báturinn hefur landað á einu ári frá því hann kom til landsins árið 2001. þar sem hann landaði 1863 tonn

en það er ekki nóg með það.

því báturinn var ekki nema 15 tonnum á eftir Hásteini ÁR og hefði með öllu átt að ná að taka frammúr Hásteini ÁR

og verða þar með aflahæsti dragnótabáturinn árið 2019.  vegna þess að Hásteinn ÁR réri ekkert í desember,

Siggi Bjarna GK hóf róðra í desember en eftir 2 róðra þá bilaði gírinn í bátnum og þurfti að taka bátinn í slipp í Njarðvík

og þar með réri siggi Bjarna GK ekkert  meira árið 2019,

og var því grátlega nærri því að verða aflahæsti dragnótabáturinn árið 2019,



Siggi Bjarna GK mynd Gísli Reynisson