Miðnes HF árið 1984.
Fyrir nokkrum dögum síðan þá skrifaði ég smá pistil um fyrirtækið Harald Böðvarsson HF árið 1984.
Það má lesa þann pistil hérna
Haraldur Böðvarsson AK átti mjög mikla tengingu við Miðnes HF í Sandgerði, því að þegar að HB byrjaði útgerð sína þá fór
fyrirtækið með bátanna sína til SAndgerðis á vetrarvertíð og gerði út þaðan, og byggði meðal annars upp fiskvinnsluhús og byggjur í SAndgerði.
Uppúr 1940 þá Selur HB aðstöðu sína til Sveins Jónssonar, Ólafs Jónssonar og Axels Jónssonar og þeir stofna Miðnes HF.
Og reyndar þá Sameinuðust fyrirtækin aftur árið 1997 og við vitum öll hvernig það fór, enn allt var lagt niður í Sandgerði .
Miðnes HF var alla sína tíð eitt af stóru útgerðarfyrirtækjunum á Íslandi og hafði á sínum snærum svipað mynstur í rekstri sínum og HB
t.d humarvinnslu, bolfiskvinnslu, loðnufrystingu og söltun á síld. Bæði fyrirtækin gerðu út báta til línu og netaveiða, togara og nótaskip.
Miðnes HF gerði líka út trollbáta sem stunduðu trollveiðar allt árið enn HB var ekki með svoleiðis,
svo hvernig var árið 1984 hjá Miðnes HF og hvort fyrirtækið var stærra Miðnes HF eða HB árið 1984
Rifjum upp að árið 1984 þá tók HB á móti samtals 9900 tonnum af fiski.
Enn lítum á Miðnes HF
Síld.
Þar var atkvæðamestur Geir Goði GK sem landaði 838 tonnum af síld í 12 löndunum
Freyja GK var með 33 tonn í 1 og Happasæll GK 225 var með 43 tonn í 1.
Loðnufrysting.
Þar var Keflvíkingur KE með 106 tonn, Harpa RE með 98 tonn og Sjávarborg GK 38 tonn. (meira var fryst af loðnu frá Sjávarborg GK því að Njörður HF sem gerði út
Sjávarborg GK frysti síðan meiri loðnu af Sjávarborg GK
Humar.
6 bátar lönduðu humri til vinnslu hjá Miðnes HF og voru það
Jón Gunnlaugs GK með 27,2 tonn, Reynir GK með 21,7 tonn, Jón Garðar KE með 2,6 tonn, Bliki ÞH með 21,8 tonn,
Sigurjón GK með 24,7 tonn og Hafnarberg RE með 30,8 tonn.
Þetta miðast allt við heilan humar og má geta þess að Tómas skipstjóri á Hafnarbergi RE eða Tommi á Hafnarbergi RE eins og hann var oft kallaður
lagði upp humri hjá Miðnes í yfir 25 ár, en yfir vetrarvertíðina þá fór fiskurinn hjá honum til vinnslu hjá Baldvin Njálssyni í Garðinum.
Bolfiskur.
Hérna voru trollbátarnir með ansi góðan afla,
Reynir GK var með 754 tonn
Jón Gunnlaugs GK 828 tonn.
Geir Goði GK 788 tonn
Elliði GK 1183 tonn
Hafnarberg RE 56 tonn, en þetta er fiskur sem kom með humrinum
Togarnir.
Miðnes HF gerði út 2 togara og annar þeirra var systurtogari Haralds Böðvarssonar AK frá Akranesi,
Ólafur Jónsson GK var með 2979 tonn.
Sveinn Jónsson KE 4849 tonn.
Samtals kom því til Miðnes HF árið 1984, 12721 tonn, eða tæp 13 þúsund tonn árið 1984.
Svo já svarið við því hvort fyrirtækið HB eða Miðnes var stærra árið 1984, liggur því ljóst hérna. Miðnes HF var stærra.
Sveinn Jónsson KE mynd Vigfús Markússon