Mokveiði hjá Lundey SK í apríl.

Vægast sagt ansi furðuleg vetrarvertíð.


því mokveiði er búin að vera í vetur og sjóinn fullur af fiski, og það hefur gert það að verkum að 
útgerðarmenn hafa þurft nokkuð að vera á bremsunni í vetur til þess að treina kvótann 
í það minnsta fram á sumar.

Netaveiði í vetur var mjög góð , og eins og vanalega þá voru flestir netabátanna á veiðum fyrir sunnan og í Breiðarfirðinum.

það voru nokkrir bátar sem voru á netaveiðum fyrir norðan eins og t.d Sæþór EA, Geir ÞH og Hafborg EA,  reyndar voru Geir ÞH og Hafborg EA
líka á dragnót
síðan var Lundey SK líka á netum, enn þessi bátur er kanski einn frægasti cleopatra bátur landsins því hann hét áður Dögg SF
og þá var Fúsi eigandi og skipstjóri á honum og aflatölurnar á þeim báti voru ansi rosalegar oft á tíðum,

Eftir að báturinn var seldur þá voru gerðar ansi miklar breytingar á bátnum  og um það var skrifuð frétt hérna á Aflafrettir.is

og það má lesa HANA HÉRNA og bátnum breytt í netabát.


Skipstjóri á Lundey SK er Ásbjörn Óttarsson og hann hóf veiðar á Lundey SK núna í febrúar og átti ansi góðan mars mánuð, fór í tæp 110 tonna afla

 Mokveiði í apríl
og núna í apríl hefur báturinn heldur betur mokveitt.

Ásbjörn hefur ásamt áhöfn sinni á Lundey SK verið við veiðar í Skagafirðinum og í Húnaflóanum og

núna í apríl þá hefur báturin landað 62 tonnum í 10 róðrum enn á 6 dögum.

Báturinn hefur nefnilega landað tvisvar á dag núna síðustu daga fram til 14.apríl enn þá varð báturinn að stoppa útaf hrygningarstoppi.  
og voru þeir með 4 trossur úti,  drógu 2 trossur og fóru í land og aftur út og sóttu hinar 2 trossurnar. 
til að mynda þá voru þeir með 12,5 tonn á einum degi, í þessar 4 trossur.

 Risaróðurinn
 Þeir náðu þó einum risaróðri því að samtals þá landaði báturinn 20,8 tonni sama daginn, enn reyndar eru þetta tvær landanir,

Ásbjörn sagði í samtali við Aflafrettir að núna í april  þá voru þeir með netin rétt utan við Hegranes, sem er í um 1,5 sjómílu frá Sauðárkróki
og í risaróðrinum þá voru þeir með 5 trossur úti, eða 40 net

þegar þeir voru búnir að draga 2 trossur þá voru kominn um 8 tonn í bátinn, og þriðja trossan
var gjörsamlega stútfull af fiski, því að í henni einni voru tæp 7 tonn af fiski

og kom því Lundey SK með tæp 14,5 tonn í land og fór síðan aftur út og dró hinar tvær, og því varð dagurinn samtals tæp 21 tonn,

eftir þennan risaróður þá fækkaði Ásbjörn trossunum niður í fjórar.

núna er komið stopp hjá þeim fyrir norðan til 1.maí. enn Ásbjörn sagði að þeir geta farið út fyrir Drangey á þessum tíma, vandamálið er samt að þeir eru 
orðnir kvótalitlir, en það ætti að vera hægt að henda smá slatta á bátinn enda er Friðbjörn sonur Ásbjarnar framkvæmdastjóri FISK á Sauðárkróki.



Lundey SK mynd Skagastrandarhöfn