Mokveiði hjá Ósk KE í mars 1996.


Fyrir nokkrum dögum síðan þá skrifaði ég smá pistil hérna um mokveiði sem var

að mestu í netin í mars árið 1996.   mest var veiðin hjá bátunum sem réru frá Sandgerði, Grindavík og Þorlákshöfn.

ég hafði birt frétt um minnstu bátanna Faxafell HF og um Íslandsbersa HF.
Ég á eftir að birta list yfir aflahæstu bátanna í net í mars 1996, 

en það voru alls 30 bátar sem náðu yfir 200 tonn afla og margir þeirra eru bátar sem voru minni enn 100 tonn og sumir voru í kringum 30 tonn að stærð en voru í mokveiði

það voru 6 bátar sem yfir 300 tonnin náðu þennan mánuð og fjórir bátar af þessum voru stórir netabátar en það voru tveir netabátar sem voru báðir
undir 100 tonn af stærð sem mokveiddu,

Annar þeirra var Máni GK sem er í frétt hérna á síðunni, en hinn var bátur sem er til árið 2023, og heitir hann Maron GK

árið 1996 þá hét báturinn Ósk KE 5 og í mars 1996 þá heldur betur veiddi báturinn vel.  

Ósk KE landaði alls 326 tonn um í aðeins 21 róðrum og þ að gerir um 15,5 tonn í róðri

Þessi mokafli hjá Ósk KE skilaði honum í fjórða sæti yfir allt ísland á netunum á eftir miklu stærri bátum, eins og t.d Sæborgu GK,  Hásteini ÁR og Þorsteini GK.

Stærsti róðruinn hjá Ósk KE var 32,1 tonn sem er fullfermi og vel það

Hérna að neðan má sjá róðranna hjá ÓSk KE í mars 1996 og eins og sést þá voru aðeins fjórir róðrar sem voru undir 10 tonnum hinir allir voru 

vel þar yfir og þrír róðranna voru yfir 20 tonna löndun

besta vikan var 2 til 9 mars en þá landaði báturinn 100 tonnum í 6 róðrum .









Ósk KE 5
Dagur Afli Höfn
3 5.42 Sandgerði
4 32.07 Sandgerði
5 15.79 Sandgerði
6 12.55 Sandgerði
7 16.65 Sandgerði
8 17.40 Sandgerði
14 19.48 Sandgerði
15 16.96 Sandgerði
16 23.12 Sandgerði
17 10.84 Sandgerði
18 23.74 Sandgerði
19 19.50 Sandgerði
20 17.97 Sandgerði
21 8.55 Sandgerði
25 18.05 Sandgerði
26 11.05 Sandgerði
27 9.11 Sandgerði
28 14.92 Sandgerði
29 14.29 Sandgerði
30 7.99 Sandgerði
31 10.73 Sandgerði


Ósk KE mynd Tryggvi Sigurðsson