Netabátar í ágúst árið 1993.

Hérna er á Aflafrettir hefur nokkuð verið skrifað um netabáta núna síðustu daga. 


t.d með tveimur "nýjum" netabátum, Bergi Sterka HU og Haferni ÞH.  síðan hvort að Vinnslustöðin sé að bæta öðrum báti við á netaveiðar.

engu að síður þá er nú samt staðan þannig að mjög fáir bátar eru á netaveiðum.

ætla að fara með ykkur aðeins aftur í tímann, en þó ekki langt bara í ágúst árið 1993, eða 29 ár aftur í tímann.

Þá voru ansi margir bátar á netaveiðum svo til um allt land, og stóru netabátarnir voru þá að mestu á veiðum að eltast við ufsann.

það voru þá helst bátar frá Vestmanneyjum, Grindavík og Sandgerði.

Ef við lítum á nokkra báta þá var t.d í Vestmannaeyjum,

Guðrún GK með 189 tonn í 6 róðrum og mest 38,6 tonn

Glófaxi VE var með 270 tonn í 10 róðrum og mest 44,9 tonn.    270 tonn í ágúst mánuði er nú feikilega góður afli. og var báturinn næstaflahæstur allra netabáta á landinu í ágúst.

Sigurbára VE sem er bátur undir 100 tonnum gekk feikilega vel og var með yfir 150 tonn í ágúst.


Grindavík

Sæborg GK var með 130 tonn í 4 róðrum og mest 72 tonn í Grindavík

Ágúst Guðmundsson GK með 112 tonn í 6 róðrum og mest 48 tonn í Grindavík

Kópur GK var með 111 tonn í 4 róðrum og mest 57,9 tonn, af því var ufsi 53 tonn


 Sandgerði
í Sandgerði voru mjög margir netabátar og margir voru undir 100 tonnum að stærð

t.d Ósk KE  ( sem heitir Maron GK árið 2022), var með 92 tonn í 19 róðrum og mest 11 tonn

Stafnes KE var með 171,3 tonn í 10 róðrum og mest 41 tonn í einni löndun.

Síðan var það Happasæll KE sem heitir árið 2022, Grímsnes GK.  

báturinn réri frá Sandgerði allan ágúst árið 1993, og óhætt er að segja

að bátnum hafi gengið feikilega vel
því að aflinn fór yfir 270 tonn og var báturinn aflahæsti netabáturinn í ágúst árið 1993. 



Glófaxi VE mynd Vigfús Markússon