Nýi Erling KE kominn til Njarðvíkur.


Það er mikið búið að vera skrifað hérna á Aflafrettir um örlög Erlings KE.  

bruni,   gamli Erling KE í brotajárn,  gamla Langanes GK, ( Grundfirðingur SH og Hringur ) sem er í dag Erling KE

og núna nýjasti báturinn sem mun fá Erlings nafnið.

Skrifað var frétt nýja bátinn ,  sem lesa má HÉRNA

Nú er sá bátur kominn til Njarðvíkur, og ég tók mér bryggjurúnt og kíkti á bátinn.

athygli vekur að það má sjá glitta í tvö norsk nöfn á bátnum,

einn þeirra Karl Vadöy frá Alasund sést mjög vel á bátnum, enn það nafn er svo til á miðri síðunni,

svo sést glitta í annað nafn aftan á skutnum, enn ég gat ekki lesið alveg úr því hvaða nafn það var.

Framundan er slippur á bátnum og honum breytt í netabát eins og Saltver ehf vill hafa bátinn.












Myndir Gísli Reynisson