Rifsnes SH með fullfermi, stærsti túr frá upphafi
Það hefur ekkert farið á milli mála að núna þetta haust 2022, þá hefur verið feikilega góð línuveiði svo til í allt haust.
þetta vekur ansi mikla athygli þvi að á sama tíma og svo til mokveiði er um allt land, þá hefur kvótinn verið skorinn mikið niður
eins og kanski sést á þessari litlu grein, sem birtist á Aflafrettir.is núna fyrir um viku síðan.
Stóru línubátarnir eru aðeins 9 talsins í dag og allir hafa náð að koma með fullfermi land.
Línubáturinn Rifsnes SH lenti í ansi miklu moki núna snemma í desember og kom til hafnar á Rifi með allra stærsta túr
sem að báturinn hefur náð síðan að báturinn kom til landsins.
Báturinn kom til Rifs með samtals 130,3 tonn og af því var þorskur 109 tonn,
:Þessi afli fékkst í 5 lögnum, eða um 225 þúsund krókar
ef við reiknum þetta á bala sem er besti mælikvarðinn til að ákvarða hvort um mokveiði sé að ræða
þá er þetta 243 kg á bala, sem er nú bara nokkuð góð veiði, þó svo að mun stærri tölur hafa sést á bala
Ástgeir Finnson var skipstjóri á Rifsnesi SH í þessum mettúr og voru þeir við veiðar utan við Vestfirði allan túrinn og svo til á sömu slóðum.
Vanalega leggja þeir 6 lagnir, en vegna góðrar veiði þá styttu þeir túrinn, enda var báturinn orðin fullur af fiski og ekki hægt að koma meira um borð í bátinn.
Saxast á kvótann
núna í haust þá hefur Rifsnes SH gengið mjög vel á veiðum en það hefur líka saxast verulega á kvótann hjá bátnum og þegar
þessi túr var búinn þá voru einungis um 365 tonna kvóti eftir á bátnum
Rifsnes SH mynd Vigfús Markússon