Risatúr hjá Páli Jónssyni GK,


Stóru línubátunum hefur fækkað mikið undanfarin ár, en bátarnir sem eftir eru hafa allir getu til þess að ná yfir 100 tonn í róðri, nema Núpur BA sem er minnstur af stóru línubátunum.

Kanski tveir af stærstu línubátunum ef miðað er við lestarpláss, eru Sighvatur GK og Páll Jónsson GK.

Rétt er að minna á að Sighvatur GK var aflahæsti línubátur landsins árið 2022,  Lesa má um það HÉRNA

Bátarnir hafa náð yfir 150 tonn í einni löndun, en það er ekki oft sem að bátarnir ná yfir 160 tonna löndun,

árið 2019 um haustið þá náði Jóhanna Gísladóttir GK 161 tonna löndun.

Páll Jónsson GK 
Áhöfnin á Páli Jónssyni GK gerði sér lítið fyrir núna snemma í mars tæplega 170 tonn í land, eða 169,7 tonn.

Aflafrettir þurftu að kanna þetta nánar og skipstjóri í þessum risatúr hjá bátnum var Benedikt Páll Jónsson, eða Benni.

þennan afla fengu þeir í alls 5 löngnum og krókafjöldinn alls 164.320 krókar.  Þar sem Aflafrettir reikna allan línuafla upp í bala

þá eru þetta um 391 bali,  og þetta gerir því um 434 kíló á bala, og það er má segja mok.

Að sögn Benna þá byrjuðu þeir djúpt útá Reykjaneshrygg á Fjöllunum, og voru þar með 2 lagnir, fengu  um 70 til 80 kör í lögn, eða um 28 tonn á lögn.

 Tæp 700 kíló á bala
Færðu þeir sig síðan á Boðagrunn, Suðvestur af Eldeyjarboða og fengu þar mokveiði. eða alls 53 tonn á eina lögn, það gerir um 685 kíló á bala sem er algjört mok,

en helst of mikið til var af þorski og þurftu þeir þaðan að fara út þorsk mokinu og fóru þaðan djúpt útaf Heimsmeistarahrygg fyrir keilur og þar var dræm veiði, , fengu þar um 14 tonn.
enduðu svp á Grjóthrygg rétt norður af Eldeyjarboða og fengu þar helvíti gott eða 47 tonn sirka.

Þessi afli er mesti afli sem að Páll Jónsson GK hefur komið með í land í einni löndun, og er með stærstu löndunum sem að íslenskur línubátur hefur komið með í land, og miðað er þá við 
ferskan fisk, ekki frystan.

Að sögn Benna þá var báturinn orðinn ansi þungur, enn " annars er þetta nýja skip einstaklega vel heppnað og fer mjög vel með afla og mannskap" eins og Benni segir.

Þetta er æði mikill afli og eitthvað var laust í lest, en eins og Benni segir " shit happens "

 Lúxusvandamál
ansi margir skipstjórar sem ég hef talað við núna á þessari vertíð segja það sama og Benni sagði, að það væri orðið lúxusvandamál hversu mikið af þorski væri, og 
þegar að aflafrettir töluðu við Benna þá var hann á landleið til Grindavíkur með um 119 tonn af blönduðum afla, enn núna er verið að reyna að forðast þorskinn og það gerir málið flókið

um borð í Páli eru tvær áhafnir og skipstjóri á móti Benna er Jónas ingi Sigurðsson og tekur hann við bátnum í næsta túr, og með honum er Garðar Helgi Magnússon stýrimaður

og með Benna er Hákon Valsson stýrimaður.


Páll Jónsson GK mynd Tói Vidó