Sighvatur GK aflahæstur árið 2022, ( Ekki Páll Jónsson)


Frekar aulalegt

en í Janúar árið 2023 þá birti ég hérna á AFlafrettir yfirlit yfir aflahæstu línubátanna árið 2022.

Lesa má það hérna


Þar kom í ljós að Páll Jónsson GK var skráður aflahæstur með 4443.6 tonn.

í framhaldinu af þessu þá fóru meðal annars skipstjórarnir á Páli í viðtöl þar sem fjallað var um gott gengi bátsins árið 2022

og þær aflatölur sem voru notaðar voru þær  sem ég hafði birt hérna á Aflafrettir.is, og sem benti til þess að fólk treysti þeim tölum sem þar stóðu,

og jú það er þannig að allar aflatölur sem birtast á aflafrettir eru ætíð réttar, þó það taki smá tíma að fá lokatölu hvers mánaðar,

Ég hef undanfarin 30 ár eða svo safnað saman aflatölum um alla íslenska báta og er búinn að búa mér til gríðarlega mikinn og stóran gagnagrunn 

og nota svipað skjal til þess að setja inn afla hjá bátum fyrir hvern mánuð,

margar formúlur liggja að baki þessum skjölum og formúlurnar reikna saman heildarafla hvers báts fyrir sig, og eg get flett aftur til árins 1894 til að sjá aflatölur

ÁRið 2022

en fyrir árið 2022,  já og þetta er frekar aulalegt

ég var búinn að margfara yfir tölurnar hjá bátunum og  allt leit bara mjög vel út

NEMA;  að einhverja hluta vegna þá var aflinn hjá Sighvati GK í maí skráður 0 í formúlunum þrátt fyrir að bátinn landaði alls 305,7 tonnum 

þetta þýðir vægast sagt ansi mikið

því við þessar lagfæringar þá breytist aflinn hjá Sighvati GK töluvert.  

og fer í 4528,9 tonn í 44 róðrum fyrir árið 2022.

sem gerir það að verkum að Sighvatur GK var aflahæsti línubáturinn Íslands árið 2022.

 Svo hérna að neðan er lokalistinn fyrir línubátanna árið 2022

á Sighvati GK eru tvær áhafnir.

Skipstjóri og Stýrimaður saman í túr eru Haraldur Einarsson skipstjóri  og Oddur Carl Thorarensen

og í hinu genginu eru Óli Björn Björgvinsson skipstjóri og Rúnar Björgvinsson stýrimaður

og má geta þess að Rúnar og Óli eru bræður, og Rúnar var áður annar skipstjóranna á Grindvíking GK og var þá Óli stýrimaður með honum.



Sæti sknr Nafn Afli Landanir Meðalafli
10 2991 Jökull ÞH 299 896.4 11 81.5
9 1401 Hrafn GK 111 921.1 12 76.8
8 1591 Núpur BA 69 2527.1 53 47.7
7 2847 Rifsnes SH 44 3297.8 43 76.7
6 2354 Valdimar GK 195 3448.3 43 80.2
5 2159 Örvar SH 777 3612.7 43 84
4 2158 Tjaldur SH 270 4009.5 43 93.2
3 1136 Fjölnir GK 157 4081.9 45 90.7
2 2957 Páll Jónsson GK 7 4443.6 43 103.3
1 1416 Sighvatur GK 57 4528.9 44 102.9


Frekar ömurlegt að pínulítil villa í gagnagrunni mínum, sem ég algjörlega yfirsást því ég marg fór yfir tölurnar og  gerði það að verkum að skipstjórarnir á Páli Jónssyni GK fengu heiðurinn af því að vera
aflahæstir árið 2022, en í raun voru það skipstjórarnir og áhöfn á Sighvati GK sem voru aflahæstir.

Kæru áhafnarmeðlimir á Sighvati GK, biðst innilegar afsökunar á þessum  ruglingi hjá mér
enn rétt skal vera rétt

og Sighvatur GK því aflahæstur línubátanna árið 2022.


Sighvatur GK mynd Elvar Jósefsson