Ronja SH ónýt eftir bruna, Mannbjörg varð

það er búið að vera óvenjulega mikið um bátsbruna núna síðustu vikurnar.  í apríl þá brunnu Grímsnes GK og Þristur ÍS

í gær þá fór á sjóinn báturinn Ronja SH frá Stykkishólmi en báturinn hefur undanfarin ár verið notaður í bláskeljaræktun.

einn maður var á bátnum þegar að eldur kom upp í bátnum framm í bátnum og var eldurinn mjög fljótur að breiðast út

maðurinn sem var á bátnum komst í björgunarbát og frá borði, og komu björgungarsveitarmenn frá Stykkishólmi og björguðu manninum ,

Báturinn sjálfur er ónýtur, enn rak upp í fjöru og snerist síðan við og hvarf á flóðinu en við það þá slökknaði eldurinn.

næstu dagar fara í það að koma flakinu af bátnum á land og tryggja að enginn umhverfisslys verði.

Ingimar Magnússon ÍS 
Báturinn sjálfur er nokkuð merkilegur.  hann var smíðaður árið 1978 á Skagaströnd og hét lengi vel Ingimar Magnússon ÍS 

og undir því nafni þá stundaði báturinn svo til alltaf línuveiðar og má segja að Ingimar Magnússon ÍS hafi verið eini plastbáturinn 

sem réri á línu allt árið, og það svona stór.   Báturinn var alla tíð mjög fengsæll undir nafninu Ingimar Magnússon ÍS og til að mynda stærsti einstaka

löndun sem ég hef séð skráðan á Ingimar Magnússon ÍS er 21,3 tonn í einni löndun af steinbít í maí árið 1985.

Báturinn var gerður út frá Suðureyri í rúm 30 ár eða til 2009 þegar hann var seldur á Akranes og fékk þar nafnið Ásrún AK.

Árið 2011 fékk báturinn nafnið Ronja SH og hefur síðan verið gerður út frá stykkishólmi þó svo að hann hafi ekki landað neinum afla síðan 2014, þá 

er báturinn notaður til bláskeljaræktun.









Ronja SH myndir Landsbjörg



Ronja SH mynd Arnbjörn Eiríksson