Síldveiði á Rán GK 507 árið 1941
ég fór með ykkur í ferðalag fyrir nokkrum dögum síðan aftur til ársins 1961.
Þegar ég var að skrifa um Árna Geir KE.
sem þið getið lesið HÉRNA
núna ætla ég að fara með ykkur enn lengra aftur í tímann
eða til ársins 1941, eða 83 ár ár aftur í tímann
á þessum árum frá 1940 og að 1950 þá var mjög mikil síldveiði víða um land
og voru þónokkrar síldarbræðslur sem voru þá í gangi og ein af þeim stærri var Djúpuvík á Ströndum
og sumarið 1941 þá lönduðu ansi margir bátar þar síld og einn af þeim stærri sem landaði þar síld
var togarinn Rán GK 507.
Þessi togari var í útgerð á Íslandi frá 1915 til 1946 þegar hann var seldur til Færeyja og sögu Rán GK 507 lauk árið 1952 þegar hann var rifinn.
sumarið árið 1941 þá hóf Rán GK síldveiðar 13.júlí árið 1941 og endaði 29.ágúst sama ár.
allar tölur miðað við aflaskýrslunar sem ég á miðast við mál, og ég hef uppreiknað það yfir í kíló og tonn,
fyrsta löndun togarans var 25,júlí alls 136,3 tonn
deginum eftir kom Rán GK með 561,8 tonn af síld, ( þetta er skráð á sama daginn, enn ekki er getið hvort þetta séu tvær landanir)
ágúst var mjög góður, Rán GK kom með 626 tonn 1.ágúst og deginum eftir þá kom Rán GK með 510 tonna afla af síld
8 ágúst kom Rán GK með 411 tonn og deginum eftir með 815 tonn,
þessi tala 815 tonn er reyndar vægast sagt ansi stór, enn togarinn var mældur 262 tonn miðað við brúttórúmlestir.
15 ágúst kom Rán GK með 226 tonn og deginum eftir 244 tonn.
þegar að togarinn hafi lokið veiðum
þá var síldaraflinn hjá Rán GK alls 4268,9 tonn í 12 löndunum eða 355 tonn í löndun .
Rán GK mynd Guðbjartur Ásgeirsson
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér
Gísli Reynisson. sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisso