Vægast sagt ótrúleg rækjuveiði hjá Þingey ÞH í apríl árið 1997.

Ég er ennþá að vinna í að safna saman aflatölum og eins og þið hafið séð hérna á síðunni


þá hef ég leyft ykkur að sjá hitt og þetta sem tengist því.

eitt af því sem er greinilegt er að á árunum 1990 til um 2000, þá var mokveiði á rækju, og skipti

þá ekki máli hvort um var að ræða úthafsrækjuna eða innanfjarðarrækjuna,

inn í þessum flokki sem kallast innanfjarðarrækja, þar var t.d veiðar við Eldey,  Arnarfirði,  Ísafjarðardjúpi.

Húnaflóa,  Skagafirðinum.  Skjálfanda og Öxarfirði.

enn bátarnir sem voru á veiðum í Öxarfirði lönduðu allir á Kópaskeri.

Bátarnir sem voru þar á veiðum voru nú iðulega þeir sömu ár eftir ár.  t.d Öxarnúpur ÞH, Þorsteinn GK ( sem seinna var Þorsteinn ÞH)

Þingey ÞH
og Þingey ÞH,  Þingey ÞH er ennþá til árið 2023, og heitir Sólfaxi SK og stundar strandveiðar,

ég hef áður birt frétt um vægast sagt rosalegan rækjuafla hjá Þingey ÞH og það var árið 1995,


 Þingey ÞH var ekki stór bátur, aðeins 13,5 tonn af stærð og 12,6 metra langur,

í fréttinni sem ég skrifaði um mokveiðina árið 1995 þá veiddi Þingey ÞH yfir 100 tonn af rækju á einum mánuði,


 Apríl 1997

enn í apríl árið 1997 þá heldur betur bætti Þingey ÞH aflametið sem þeir settu árið 1995.  og í raun er þetta vægast sagt ótrúlegur afli,

því  þessi litli bátur réri ansi stíft í apríl því báturinn fór í alls 24 sjóferðir 

og landaði 165,3 tonnum eða 6,9 tonn í róðri,

Tveir risaróðrar
þetta er vægast sagt ótrúlegur afli og það er kanski hvað mest merkilegast við þennan mokafla

var að tveir af þessum róðrum voru vel yfir 10 tonn af rækju í einni löndun.  7.apríl var báturinn með 11,5 tonn í einni löndun

og 11 apríl var báturinn 11,9 tonn í einni löndun,

eins og gefur að skilja þá var báturinn bókstaflega drekkhlaðinn af rækju í mörgum af þessum róðrum í apríl árið 1997

og miðað við stærð bátsins þá er vægast sagt ótrúlegur afli 




Dagur Afli
1.4 7.41
3.4 5.39
4.4 5.35
5.4 6.79
6.4 9.91
7.4 11.50
8.4 7.88
11.4 11.90
13.4 5.28
14.4 6.33
15.4 5.40
16.4 6.57
17.4 7.96
18.4 5.87
19.4 5.62
21.4 5.93
22.4 6.05
23.4 6.29
24.4 8.87
25.4 5.75
26.4 6.08
27.4 5.71
29.4 5.70
30.4 5.82


Þingey ÞH Mynd Jóhann Ragnarsson