Verður Sævar aflahærri enn Sævar, Leiðrétting
Í gær þá var skrifuð frétt hérna á Aflafrettir með fyrirsögninni " verður Sævar aflahærri enn Sævar".
Í stuttu máli þá snerist þessi frétt um að Sævar skipstjóri á Guðrúnu GK frá Sandgerði er búinn að eiga vægast ansi gott ár núna á færunum
svo vel hefur gengið hjá Sævari að hann er kominn í annað sætið yfir handfærabátanna árið 2022.
á toppnum núna er báturinn Sævar SF, og í fréttinni í gær var skrifað að Unnsteinn sé skipstjóri á bátnum.
enn það er kolvitlaust því að ég ruglaði saman tveimur útgerðarmönnum á Hornafirði.
Unnsteinn gerir út Sigga Bessa SF. en sá sem gerir út Sævar SF og hefur gert út bátinn undanfarin ár heitir Ómar Frans Fransson.
Biðst ég innilegrar afsökunar á þessum ruglingi, en það er óhætt að segja að margir lásu fréttina, því bæði ég og Ómar fengum ansi mörg símtöl um
þennan rugling.
Þetta er þá þannig að Sævar í Sandgerði gerir út Guðrúnu GK , og Ómar á Hornafirði gerir út Sævar SF.
og þetta gæri orðið áhugaverður slagur, því að Ómar er nú ekki alveg á þeim skónum að gefa eftir toppsætið.
svo eftir stendur sama spurning. Verður Sævar aflahærri enn Sævar.

Sævar SF mynd Gestur Leó Gíslason

Guðrún GK mynd Gísli Reynisson