Viðey RE, flugeldasýning og árið 2021

Það var greint frá hérna á Aflafrettir þegar að listi yfir afla ísfiskstogaranna kom að Viðey RE hafði borið höfuð og herðar yfir aðra togara með því að ná að veiða yfir 10.000 tonn.

Sjá má þann lista HÉRNA


Viðey RE mynd Anna Kristjánsdóttir

Hérna er svo tengill inná myndbandið sem minnst er á neðar í fréttinni

Síðasti túr Viðeyjar RE á árinu 2021 var vægast sagt alger mettúr ,því að togarinn kom í land með 224,6 tonn, enn það sem vakti kansi mesta athygli með það var hversu stuttur hann var.

Kristján E Gíslason var skipstjóri á togaranum í þessum moktúr , enn þeir fóru út kl 0100.27.desember og komu í land kl 2330. 30.desember og samtals var því túrinn tæpur 4 sólarhringur.

Aflafrettir vildu fá að vita meira um þennan moktúr sem og heilt yfir hvernig árið var .  

Lokatúrinn, tæp 60 tonn á dag
Um þennan moktúr sagði Kristján, eða Kiddó eins og hann er kallaður

Þar sem við áttum að vera með 25 tonn af Gullkarfa þennan túr og c.a.130 tonn þorski,lítið af ýsu og láta ufsa sem meðafla fylla kōrin , þá byrjaði ég á að keyra í Víkurál sunnan nætursōluna. Þar og inní nætursōlunni er von á blōndu af stór

 þorski og karfa þennan árstíma. Félagarnir á norðan—og vestan togurunum byrjuðu í mokþorski á Halanum, svo að það tók á taugarnar að humma það fram af sér meðan var verið að afgreiða karfann 70 sjómílum sunnar

. Við keyrðum sunnan við nætursōluna og leituðum að lóðningum. Kl. 14. Var kastað og kl. 15  voru hífð  8 tonn, þaraf 7 tonn stór þorskur. Við vorum svo sunnan við fram í opnun kl20. 

Veiddum syðst í sōlunni fram yfir miðnætti og að lokun kl 08 um morguninn 29. Des. Þá voru komin um borð 31 tonn af stórum vertíðar þorski og 24,5 tonn af karfa og 2 tonn góðum ufsa. 

Þá var líka komin NA 25-30 m/s og haugasjór og 10 stiga frost. Hjōkkuðum norður kantinn í átt að Halanum allan daginn, með smá stoppi þó því ég keyrði yfir lóðningar sem ég kastaði í og fékk 3 tonn mest stór ufsa eftir 60 mín. 

Um kvōldmatinn 28. kastaði ég 12 sml vestan við skipin á Halanum og leitaði að hitaskilum, fann þau og við fundum mikinn þorsk í þeim. Veiddum þar allt kvōldið og fram á hádegi 29. á svæðinu sem kallað er Stóra Vikið og vestan við. 

Eftir hádegi kippti ég 1,5 tíma norður í Litla vik á Halanum og þar vorum við sunnan og norðan við , eða frá Krossnes flakinu norður á Barðshorn framyfir miðnætti. Um morguninn 30. hífðum við síðasta halið og fórum heim

Enn hvernig var þá árið heilt yfir?

Varðandi árið, þá eru veiðislóðir okkar árstíðarbundnar. Við erum fyrst og fremst á hōttunum eftir þorski og ufsa. Þorskurinn og gullkarfinn er skammtaður fyrir hvern túr en svo megum við fylla upp með ufsa

 Djúpkarfi er sóttur eftir pōntunum á vertíðinni suðurfrá þegar búið er að afgreiða þorskinn. Takturinn á árinu fylgir gōngumynstrinu á þorskinum:

 jan og feb er tekinn aðallega á Vestfjarðamiðum frá Hala að Víkurál og þá frekar sunnan til þegar hrygningar þorskurinn kemur uppí kantana á leið til hrygningar í Breiðafirði og suður á Selvogsbanka.. 

Seinnipart feb og fram í maí fer veiðin svo fram á sv miðum frá Kolluál suður á Selvogsbanka. Á þessum tíma veiðum við uppistōðuna af stórufsaaflanum okkar og þá hrygningar fisk á Eldeyjarbanka og Selvogsbanka.

Lok maí og júní erum við svo mættir í Víkurálinn og kantinn norð - austan við hann til að veiða þorskinn á útleið eftir hrygningu. Hann gengur þarna um á ætisleit til Grænlands og norður kantinn á leið út og austur á Kolbeinseyjarhrygg. 

Venjan er svo undanfarin ár að hitta á þorskinn á Strandagrunni, Reykjafjarðarál og norðurkanti norðaustur á Hraunið norðan Kolbeinsey og vera þá þar nyrst í seinnipart júlí byrjun ágúst.

 Síðan færist aftur fjōr í veiðina á Vestfjarðamiðum í okt og fram að áramótum þegar þorskurinn gengur þar aftur um á leið til hrygningar sunnar og austar. 

Það sem breyttist í gōngu- og veiði mynstri þorsksins í fyrra frá árunum á undan, var að þegar hann gekk út frá hrygningarstōðvunnum Breiðafirði og sunnan við að lokinni hrygningu,

 þá stoppaði Óvanalega mikið af honum á grunnslóðinni vestur og norðvestur úr Látrabjargi, þ.a.e.s nyrst á Látragrunni, og norður í Nesdýpi. 

Þar var nóg að éta fyrir hann af íslenskri sumargotssíld og trōnusíli. Ekki spurning að fjarvera Makrílsins spilaði þar stóra rullu, þar sem hann ryksugaði áður upp alla átuna sem er grunn fæðan fyrir sílið og síldina.

 Þar af leiddi að minna gekk af þorski norður og austur kantinn austur á Strandagrunn og Reykjafjarðarál, minna en árin á undan þegar mun minna æti var til að stoppa þorskinn á þeirri leið. 

Við vorum strand í mokveiði af stórum þorski á grunnslóðinni fyrir vestan allan júní og júlí. Eftir það fórum við á djúpslóðina norðan Kolbeinsey og gerðum góða túra.síðan gerðist það að undir lok nóvember og hálfan mánuð fram í desember
 vorum við í mokveiði á landgrunnskantinum Grænlandsmegin þar sem heitir Dohrnbanki. 

Við erum búnir að vita af þessari fiskgōngu í mōrg ár en núna lét Geiri skipstjóri á Bjōrgvin EA slag standa og keyrði þarna út í nóvemberlok og hitti á mokþorsk. Við , ásamt fleirum , fylgdum í kjōlfarið og fengum góða tvo túra. Síðan tóku við hefðbundnir Þveràls til Víkurálstúrar.

 Og já, í lok október gerðum við okkur grein fyrir eftir lestur Aflafrétta😊 að við ættum séns í 10 þús tonn +, en pælingin. hjá mér er alltaf að gera bara eins vel og hægt er hverju sinni. Eins og þeir segja í boxinu: þú ert bara eins góður og síðasti bardagi👍

ÞEss má geta að á Viðey RE eru tveir skipstjórar,  Kristján og Jóhannes Ellert Eiríksson,

 Sveinn Jónsson KE 
Ég segi oft að allt gott kemur frá Sandgerði og það á vel við varðandi Kristján skipstjóra því að hans ferill í brúnni byrjaði einmitt á togara frá Sandgerði.

Hann byrjaði sem stýrimaður á Sveini Jónssyni KE sem að Einar Hálfdánsson var skipstjóri á.  Kristján sagði að Einar hefði kennt sér mikið enn SVeinn Jónsson KE var um 48 metra langur togari

enn veiddi alltaf vel og  var oft á tíðum í kringum eða á toppnum hjá togurnum eftir hvern mánuð.  

HÉRNA má lesa frétt um Svein Jónsson KE frá 1982. 

 Flugeldasýning

Þegar að Viðey RE var á landleið  þá vildi Björgvin  yfirvélstjórinn sem var í fríi taka á móti Viðey RE með skottertu.  Guðmundur forstjóri Brims frétti af þessu og kom sér í samband við hann, sagði honum að kaupa stærstu tertuna

ljósmyndara og gera þetta almennilega.  Maggi yfirvélstjóri á Svani RE var hinum meginn við hafnarmynnið.  Þegar Viðey RE var 2 mín frá hafnarmynninu þá átti KRistján skipstjóri að flauta og þá myndi flugelda sýninginn fara í gang

og það tókst.  

Með þessari frétt þá er tengill inná myndband sem að Sigurður sem er kokkur á Viðey RE tók , enn hann var upp í afturgálga Viðeyjar RE .






Viðey RE mynd frá Birki Hrannari